Skip to content

BlackBerry Passport Silver Edition SQW100-4 Smartphone

RHR191LW

Öryggisupplýsingar

Áður en þú byrjar að nota BlackBerry-snjallsímann (hér eftir kallaður snjallsíminn) skaltu lesa upplýsingar um öruggi og reglur sem koma fram í þessu skjali. Geymdu þetta skjal á vísum stað til að þú getir flett í því eftir þörfum.

Í sumum löndum gilda takmarkanir á notkun tækja með Bluetooth-virkni og þráðlausra tækja með dulkóðunarhugbúnaði. Leitaðu til yfirvalda á þínu svæði til að fá upplýsingar um hvaða takmarkanir gilda.

Til að fá nýjustu upplýsingar um öryggi og vöru skaltu heimsækja www.blackberry.com/safety.

Til að fá nýjustu upplýsingar um ábyrgð skaltu heimsækja www.blackberry.com/legal.

Mikilvægar öryggisráðstafanir

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Notaðu aðeins rafhlöður og hleðslutæki sem hafa verið samþykkt með snjallsímanum. Notkun rafhlaðna eða hleðslutækja sem ekki hafa hlotið samþykki BlackBerry getur leitt til eldhættu eða hættu á sprengingu sem gæti valdið alvarlegum skaða, dauða eða eignatjóni.

Notaðu aðeins hulstur sem BlackBerry hefur samþykkt. Notkun hulstra sem ekki hafa verið samþykkt af BlackBerry kunna að valda því að snjallsíminn þinn fari umfram staðla um berskjöldun gagnvart útvarpsbylgjum.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Haltu snjallsímanum að minnsta kosti 0,59 to. (1,5 cm) frá líkamanum. Þegar þú ert með snjallsímann á líkamanum, ber að nota eingöngu hulstur með áfastri beltisklemmu og ef fylgihluturinn er ékki útvegaður af BlackBerry skal gæta þess að hulstrið innihaldi ekki málm. Ef þessum viðmiðunarreglum er ekki fylgt, gæti snjallsíminn þinn farið umfram staðla um berskjöldun gagnvart útvarpsbylgjum. Það er ennþá verið að rannsaka vísindalega hvort berskjöldun gagnvart útvarpsbylgjum hafi einhver langvarandi áhrif á heilsu.

Frekari upplýsingar um samræmi þessa snjallsíma við viðmiðunarstaðla FCC um útgeislun útvarpsbylgna fást með því að fara á www.fcc.gov/oet/ea/fccid og leita að FCC-auðkenni snjallsímans sem gefið er upp hér á eftir.

 • BlackBerry Passport SQW100-4 snjallsími (tegundarnúmer RHR191LW): FCC-auðkenni L6ARHR190LW
Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Snjallsíminn er hannaður fyrir notkun við 0 til 35°C hita (32 til 95°F). Notkun snjallsímans við annað en ráðlagt hitastig gæti skemmt snjallsímann eða litíumjónarafhlöðuna.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Ekki skal reiða sig á snjallsímann fyrir neyðarsamskipti. Þráðlaus netkerfi sem nauðsynleg eru til að hringja neyðarsímtöl eða senda skilaboð eru ekki tiltæk á öllum svæðum og ekki er víst að neyðarnúmer, svo sem 911, 112 eða 999, tengi þig við neyðarþjónustur á öllum svæðum.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Snjallsíminn og aukahlutir hans eru ekki ætlaðir börnum. Ef þú leyfir barni þínu að nota eða meðhöndla símann eða aukahluti hans skaltu ganga úr skugga um það sé undir ströngu eftirliti þínu. Snjallsíminn inniheldur smáa hluti sem valdið geta hættu á köfnun hjá börnum.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Haltu snjallsímanum fjarri lækningatækjum, þar með talið gangráðum og heyrnartækjum, þar sem þau gætu bilað og valdið þér eða öðrum alvarlegum skaða eða dauða.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Ekki setja snjallsímann í snertingu við vökva, þar sem það gæti valdið skammhlaupi, eldsvoða eða raflosti.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Þegar hátalari snjallsímans er notaður skal aldrei halda snjallsímanum upp að eyra. Slíkt getur valdið alvarlegum og viðvarandi heyrnarskaða.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Blikkandi ljós á snjallsímanum geta valdið flogaköstum eða meðvitundarleysi og stofnað þér eða öðrum í hættu. Ef þú eða aðrir finnið fyrir vistarfirringu, þverrandi sjálfsskynjun, kippum, krampa eða ósjálfráðum hreyfingum við notkun snjallsímans skal hætta notkun hans án tafar og ráðfæra sig við lækni. Tilkynningaljósið er efst til hægri framan á snjallsímanum. Ef myndavél er á snjallsímanum er ljósop myndavélarflassins staðsett aftan á snjallsímanum, annaðhvort ofan við eða hægra megin við myndavélarlinsuna. Ef þér er hætt við flogaköstum eða meðvitundarleysi skaltu ráðfæra þig við lækni áður en þú notar snjallsímann.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Ekki nota snjallsímann við akstur nema löglegt sé að nota snjallsímann með handfrjálsri stillingu. Notkun snjallsímans við akstur getur sett þig og aðra í aukna hættu á slysi sem veldur alvarlegu líkamstjóni, dauða eða eignatjóni.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Ekki nota snjallsímann nálægt gas- eða bensínútblæstri, þar sem slíkt gæti leitt til eldhættu eða hættu á sprengingu.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Ekki farga snjallsímanum í eldi, þar sem slíkt gæti valdið sprengingu sem veldur alvarlegu líkamstjóni, dauða eða eignatjóni.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Slökktu á snjallsímanum um borð í loftförum. Notkun snjallsímans um borð í loftfari gæti haft áhrif á mæla, samskipti og frammistöðu loftfarsins, truflað netkerfið eða á annan hátt verið hættuleg fyrir stjórnun loftfarsins, áhöfn hennar og farþega og gæti verið ólögleg.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Snjallsímar eru ekki fullkomlega öruggir og ekki má nota þá nálægt sprengifimum gastegundum, sprengifimu ryki eða öðrum sprengifimum efnum. Neistar á slíkum svæðum gætu valdið sprengingu eða eldsvoða sem gæti leitt til alvarlegs líkamstjóns, dauða eða eignatjóni.

Örugg notkun snjallsímans

 • Ekki setja þunga hluti ofan á snjallsímann.
 • Ekki reyna að breyta eða gera við snjallsímann.
 • Ekki reyna að hylja eða stinga hlutum inn í op snjallsímans nema notkunarleiðbeiningar sem BlackBerry veitir fyrir snjallsímann krefjist þess. Slíkt gæti valdið skammhlaupi, eldsvoða eða raflosti.
 • Ekki nota hvassa hluti á skjáinn.
 • Ekki beita skjánum afli.
 • Ekki nota snjallsímann eða fylgihluti hans nálægt vatni (til dæmis nálægt baðkari eða vaski, í rökum kjallara eða nálægt sundlaug).
 • Ekki setja snjallsímann eða fylgihluti hans á óstöðugt yfirborð. Snjallsíminn eða fylgihlutir hans gætu fallið og þar með hugsanlega valdið alvarlegu líkamstjóni og alvarlegum skemmdum á snjallsímanum eða fylgihlutum hans.
 • Skjárinn á snjallsímanum er úr gleri. Glerið gæti brotnað eða rispast ef þú missir snjallsímann eða afli er beitt á glerið. Ef glerið er brotið eða rispað á ekki að snerta það fyrr en gert hefur verið við skjáinn.
 • Ekki nota snjallsímann lengi í einu. Ef þú finnur fyrir óþægindum í hálsi, öxlum, handleggjum, úlnliðum, höndum (þar með talið þumli og öðrum fingrum) eða öðrum líkamshlutum þegar þú notar snjallsímann skaltu hætta notkun hans samstundis. Ef óþægindin halda áfram skaltu ráðfæra þig við lækni.
VARÚÐ:
Tækið þitt inniheldur LED-leysivöru af flokki 1. Notkun stjórntækja eða stillingar eða frammistaða verklags, annars en þess sem tilgreint er í hönnun vöru/prófun kann að leiða til hættulegs úttaksafls/berskjöldunar gagnvart LED-leysigeisla.

Rafmagnsöryggi

Hladdu snjallsímann með hleðslutæki sem er frá BlackBerry eða sérstaklega samþykkt af BlackBerry til notkunar með þessum snjallsíma. Ekki nota hleðslufylgihluti sem ekki eru í samræmi við kröfur CTIA-vottunar fyrir rafhlöðukerfi í samræmi við IEEE Std 1725 þar sem þeir kunna að valda hættu á eldsvoða, sprengingu, rafhlöðuleka, eða annarri hættu sem valdið gæti alvarlegum skaða, dauða eða eignatjóni og gert ábyrgð ógilda.

Samþykktar gerðir hleðslutækja fyrir BlackBerry Passport-snjallsíma

Hleðslusnúrur: HDW-50071-001, HDW-50071-002, HDW-50071-003, HDW-50071-004, HDW-51800-001, HDW-51800-002, HDW-62449-001, HDW-62449-002

Riðstraumshleðslutæki: HDW-46445-001, HDW-46446-001, HDW-46447-001, HDW-46448-001, HDW-46449-001, HDW-46450-001, HDW-46451-001, HDW-58920-001, HDW-58921-001, HDW-58922-001, HDW-58923-001, HDW-58924-001, HDW-58925-001, HDW-58926-001, HDW-61383-001

Notaðu hleðslutækið sem fylgir með snjallsímanum eða önnur hleðslutæki sem BlackBerry hefur samþykkt og eingöngu þá tegund aflgjafa sem merkingar segja til um. Áður en aflgjafinn er notaður skal ganga úr skugga um að rafspenna rafkerfisins sé í samræmi við þá rafspennu sem prentuð er á aflgjafann. Tengdu snjallsímann aðeins við CTIA-vottuð millistykki sem hafa USB-IF myndmerkið eða vörur sem hafa staðist USB-IF-samræmisáætlunina.

Ekki setja of mikið álag á innstungur, framlengingarsnúrur eða fjöltengi þar sem slíkt gæti skapað eldhættu eða hættu á raflosti. Togaðu í rafmagnsklóna en ekki snúruna þegar hleðslutækið er tekið úr innstungu eða fjöltengi til að draga úr hættu á að snúran eða klóin skemmist.

Tryggðu að ekki sé gengið á rafmagnssnúrunni og að hún klemmist ekki, sérstaklega við fjöltengi og þar sem rafmagnssnúran tengist við snjallsímann. Ávallt skal leiða rafmagnssnúruna þannig að ekki sé hætta á slysum, svo sem falli eða köfnun. Taktu hleðslutækið úr sambandi í þrumuveðri eða ef það er ekki í notkun. Ekki nota hleðslutækið úti við eða á svæði sem er berskjaldað fyrir veðri og vindum.

Frekari upplýsingar tengingu við aflgjafa má finna í handbókinni sem fylgdi með snjallsímanum.

Til að kaupa fylgihluti fyrir snjallsímann skal hafa samband við þjónustuveitu þráðlausa netkerfisins eða fara á www.shopblackberry.com.

Örugg notkun rafhlaðna

Snjallsíminn þinn inniheldur fasta litíumjónarafhlöðu. Reyndu ekki að fjarlægja rafhlöðuna. Ef rafhlaðan er fjarlægð ógildir það takmarkaða ábyrgð snjallsímans og getur skemmt rafhlöðuna.

Röng meðhöndlun rafhlöðunnar getur valdið eldhættu, sprengihættu, hættu á efnabruna eða annarri hættu. Ekki láta rafhlöðuna komast í snertingu við vökva. Ekki hita rafhlöðuna yfir 60°C (140°F). Ef rafhlaðan er hituð yfir 60°C (140°F) gæti kviknað í rafhlöðunni eða hún sprungið.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Ekki má hafa snjallsímann og rafhlöðu hans í nálægð við eld eða hitagjafa, svo sem heitar hellur, eldavélarhellur, ofna eða hitara, þar sem slíkt getur valdið bruna eða sprengingu.

Þessi skýringarmynd sýnir þá hluti sem lýst er í eftirfarandi texta.

Ekki reyna að setja hluti inn í rafhlöðuna. Ekki setja rafhlöðuna saman upp á nýtt, taka hana í sundur, breyta henni, kremja hana, beygla hana, rífa hana í sundur eða gera göt á hana. Ef rafhlaðan hefur verið sett saman upp á nýtt, tekin í sundur, breytt, kramin, gat gert á hana eða ef henni hefur verið breytt á annan hátt, skaltu strax hætta að nota hana.

Ekki valda skammhlaupi í rafhlöðunni eða láta málmhluta eða leiðandi hluta komast í snertingu við rafhlöðuskautin.

VARÚÐ:
Ekki reyna að fjarlægja rafhlöðuna. BlackBerry tilgreinir rafhlöður til notkunar í snjallsímum í samræmi við við IEEE Std 1725. Notkun annarra rafhlaðna kann að valda hættu á eldsvoða, sprengihættu, leka í rafhlöðu eða annarri hættu. Gættu þess að farga notuðum rafhlöðum í samræmi við leiðbeiningarnar sem birtar eru í þessu skjali.
Tákn um að rafhlöðu vanti Tákn um rafhlöðuvillu

Þegar ein af þessum táknmyndum birtist í snjallsímanum hefur villa komið upp sem tengist annaðhvort rafhlöðunni eða rafhlöðutenginu. Farðu með snjallsímann í viðgerð til viðurkennds viðgerðaraðila.

Öryggi við akstur og göngu

Ekki nota snjallsímann á meðan á akstri stendur. Sýndu fulla athygli við akstur; hann er þín fyrsta ábyrgð. Þú berð ábyrgð á því að kynna þér og fara að lögum og reglum sem snerta þráðlaus tæki á þeim svæðum sem þú ekur um.

Settu snjallsímann á öruggan stað áður en þú ekur af stað. Ef ökutækið er búið loftpúðum skal ekki setja snjallsímann eða fylgihluti fyrir ofan loftpúðann eða á svæðið þar sem hann þenst út. Ef öryggispúðinn þenst út getur það valdið alvarlegu líkamstjóni.

Útvarpstíðnimerki geta haft áhrif á rafeindabúnað sem er rangt komið fyrir eða er ónægilega varinn í ökutækjum. Hafðu samband við framleiðanda ökutækisins eða fulltrúa hans varðandi þetta. Ef búnaði hefur verið bætt við ökutækið skaltu einnig ráðfæra þig við framleiðanda búnaðarins til að fá upplýsingar um útvarpstíðnimerki.

Ekki nota snjallsímann á göngu eða þegar þú stundar iðju sem krefst fullrar athygli. Að sýna ekki fulla athygli í umferðinni eða við aðra iðju getur leitt til alvarlegs líkamstjóns, dauða eða eignatjóns.

Fylgihlutir

Notaðu aðeins þá fylgihluti sem BlackBerry hefur samþykkt til notkunar með þessum snjallsíma. Notkun fylgihluta sem ekki eru samþykktir gæti ógilt vottun eða ábyrgð, leitt til að snjallsíminn hætti að virka og kann að skapa hættu.

Að geyma tækið á sér: Ekki er víst að hulstur (fylgihlutur til að bera á líkama) fylgi snjallsímanum. Ef þú berð snjallsímann á líkamanum skaltu alltaf setja snjallsímann í hulstur fyrir snjallsíma með áfastri beltisklemmu sem kemur frá eða er samþykkt afBlackBerry. Ef þú notar ekki hulstur með áfastri beltisklemmu sem kemur frá eða er samþykkt af BlackBerry þegar þú berð snjallsímann á þér skaltu halda snjallsímanum að minnsta kosti 15 mm (0,59 tommum) frá líkamanum þegar snjallsíminn er að senda. Þegar þú notar einhverja gagnaflutningseiginleika snjallsímans (til dæmis tölvupóst, PIN-skilaboð, MMS-skilaboð eða vafraþjónustu), með eða án USB-snúru, skaltu halda snjallsímanum minnst 15 mm (0,59 tommum) frá líkamanum. Ef notaðir eru fylgihlutir sem ekki koma frá eða eru samþykktir af BlackBerry getur það leitt til þess að snjallsíminn fari yfir leyfileg mörk sem viðmiðunarreglur um berskjöldun gagnvart útvarpsbylgjum kveða á um. Það er ennþá verið að rannsaka vísindalega hvort berskjöldun gagnvart útvarpsbylgjum hafi einhver langvarandi áhrif á heilsu. Nánari upplýsingar um berskjöldun gagnvart útvarpsbylgjum er að finna í hlutanum „Upplýsingar um samræmi“ í þessu skjali.

Flestar burðarlausnir sem BlackBerry samþykkir fyrir snjallsíma (til dæmis hulstur, töskur og pokar) eru með innbyggðan segul. Ekki setja hluti sem eru með segulrönd, svo sem debetkort, kreditkort, hótellyklakort, símakort eða svipaða hluti nálægt slíkum burðarlausnum. Segullinn gæti skemmt eða þurrkað út upplýsingar sem geymdar eru á segulröndinni.

Segulmælir

Snjallsíminn inniheldur segulmæli. Segulmælirinn er notaður af forritum eins og áttavitanum. Seglar eða tæki sem innihalda segla, svo sem hulstur, heyrnartól eða skjáir, gætu haft neikvæð áhrif á nákvæmni segulmælisins. Ekki reiða þig á forrit sem notast við segulmælinn til að ákvarða staðsetningu, sérstaklega í neyðartilfellum.

Miðlar

Í sumum lögsögum kann notkun sumra eiginleika snjallsíma að vera bönnuð eða takmörkuð. Við myndatöku, úrvinnslu eða notkun mynda skal fylgja öllum lögum, reglugerðum, ferlum og stefnum, þ.m.t. og án takmarkana öllum viðeigandi lögum er varða höfundarrétt, friðhelgi einkalífsins, viðskiptaleyndarmál eða öryggi, sem gætu gilt í þínu lögsagnarumdæmi. Virða skal rétt annarra. Lög um höfundarétt gætu bannað þér að afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ. á m. hringitóna) eða annað efni.

Hljóðskrár: Þú gætir orðið fyrir varanlegu heyrnartapi ef þú hlustar á hljóðskrár með háum hljóðstyrk, sérstaklega ef þú notar heyrnartól. Varastu að hækka hljóðstyrk heyrnartóls til að útiloka umhverfishljóð. Ef þú færð suð í eyrun eða heyrir illa tal annarra skaltu leita til læknis.

Viðvörunarmynd um heyrnartap.

Myndavél: Ef snjallsíminn þinn er með myndavél skaltu ekki beina myndavélinni beint að sólinni eða skæru ljósi. Slíkt gæti valdið alvarlegum augnskaða eða skemmt snjallsímann. Þegar flass myndavélarinnar er notað skal hafa LED-ljósop myndavélarinnar að minnsta kosti 50 cm (19,69 tommum) frá augum þess sem verið er að taka mynd af.

Loftnet

Aðeins skal nota innbyggða loftnetið. Óheimilaðar breytingar á loftneti eða óheimill aukabúnaður gætu skemmt snjallsímann og brotið bandarískar reglugerðir Federal Communications Commission (FCC).

Truflanir á raftækjum

Flest nútímaraftæki eru varin gegn útvarpsbylgjum. Hugsanlegt er þó að einhver raftæki séu ekki varin gegn útvarpsbylgjum snjallsímans.

Gangráðar: Hafðu samráð við lækni eða framleiðanda gangráðsins þíns ef þú hefur einhverjar spurningar um þau áhrif sem útvarpsbylgjur hafa á gangráðinn. Gakktu úr skugga um að þú notir snjallsímann í samræmi við þær öryggiskröfur sem gerðar eru fyrir gangráðinn þinn, en þær gætu falið í sér eftirfarandi: Geymdu snjallsímann ávallt í meira en 20 cm (7,88 tommu) fjarlægð frá gangráðnum þegar kveikt er á snjallsímanum, ekki geyma snjallsímann í brjóstvasa og notaðu eyrað fjær gangráðnum þegar þú talar í snjallsímann til að lágmarka hugsanlegar truflanir. Hafirðu einhverja ástæðu til að ætla að truflun eigi sér stað skaltu slökkva tafarlaust á öllum þráðlausum tengingum í snjallsímanum, hætta notkun hans og hafa samband við lækni.

Heyrnartæki: Sum stafræn, þráðlaus tæki geta truflað tiltekin heyrnartæki. Komi slík truflun fyrir skaltu ráðfæra þig við þjónustuaðila þinn eða hafa samband við framleiðanda heyrnartækisins til að ræða aðra kosti.

Snjallsíminn inniheldur segulmæli sem er notaður af forritum eins og áttavitanum. Ef forrit sem notast við segulmælinn veldur truflunum á heyrnartækinu þínu skaltu loka forritinu.

Önnur lækningatæki: Ef þú notar önnur lækningatæki skaltu ráðfæra þig við framleiðanda þeirra til að ákvarða hvort þau séu nægilega varin gegn utanaðkomandi útvarpsbylgjum. Læknirinn þinn getur hugsanlega aðstoðað þig við að nálgast slíkar upplýsingar.

Heilsugæslustöðvar: Slökktu á öllum þráðlausum tengingum í snjallsímanum þegar komið er inn á heilsugæslustöðvar ef reglur sem birtar eru á slíkum stöðum kveða á um slíkt. Sjúkrahús eða heilsugæslustöðvar nota hugsanlega búnað sem er viðkvæmur fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum.

Flugvélar: Reglur Federal Aviation Administration (FAA) og Federal Communications Commission (FCC) banna notkun þráðlausra fjarskiptatækja á meðan flugi stendur. Slökktu á öllum þráðlausum tengingum í snjallsímanum áður en gengið er um borð í flugvél. Áhrif notkunar þráðlausra tenginga snjallsíma í flugvélum eru óþekkt. Slík notkun gæti haft áhrif á tækjabúnað, fjarskiptakerfi og afköst flugvélarinnar, truflað kerfi eða að öðru leyti verið hættuleg starfsemi flugvélarinnar og gæti verið ólögleg. Hafðu slökkt á öllum þráðlausum tengingum í snjallsímanum og notaðu eingöngu forrit sem nota ekki útvarpsbylgjur í samræmi við reglugerðir flugfélaga um raftæki.

Hættuleg svæði

Snjallsíminn er ekki hættulaust tæki og er ekki ætlaður til að notkunar við hættulegar aðstæður, þar sem þörf er á notkun slíkra tækja, þar með talið en ekki afmarkað við notkun í nálægð gasgufa og sprengifims ryks, í kjarnorkuverum, flugvélum eða flugsamskiptastofnunum, flugumferðarstjórnun eða við vopnakerfi eða tæki sem notuð eru til að viðhalda lífi í fólki.

Sprengihætta í umhverfi: Ef þú ert á svæði þar sem sprengihætta er skaltu slökkva á öllum þráðlausum tengingum snjallsímans og fylgja öllum merkingum og fyrirmælum. Neistar á slíkum svæðum gætu orsakað sprengingu eða eldsvoða sem gæti valdið líkamstjóni eða jafnvel dauða.

Svæði þar sem sprengihætta er til staðar eru oft greinilega merkt, en þó ekki alltaf. Á meðal slíkra staða eru áfyllingarstaðir fyrir eldsneyti á borð við bensínstöðvar, neðan þilfars um borð í bátum, geymslu- eða flutningsstaðir eldsneytis eða efna, bifreiðar sem nota fljótandi jarðolíugas (líkt og própan eða bútan), svæði þar sem andrúmsloftið inniheldur efni eða agnir á borð við korn, ryk eða málmduft og önnur svæði þar sem fólki er yfirleitt ráðlagt að slökkva á ökutækjum.

Ekki nota símaeiginleika snjallsímans til að tilkynna um gasleka í námunda við lekann. Yfirgefðu svæðið og hringdu á öruggum stað ef símaeiginleiki er fyrir hendi og virkur í snjallsímanum.

Sprengisvæði: Þegar þú ert á „sprengisvæði“ eða svæði þar sem mælt er með að slökkt sé á fjarskiptatækjum til að þau trufli ekki sprengingar skaltu slökkva á öllum þráðlausum tengingum snjallsímans og fylgja öllum merkingum og fyrirmælum.

Notkunar- og geymsluhitastig

Snjallsíminn og ferðahleðslutækið eru hönnuð fyrir notkun og geymslu við það hitastig sem gefið er upp hér:

Notkun snjallsíma: 0 til 35°C (32 til 95°F)

Geymsla snjallsíma (skemur en 3 mánuði): -20 til 35°C (-4 til 95°F)

Geymsla snjallsíma (í 3 mánuði eða lengur): 22 til 28°C (71,6 til 82,4°F)

Notkun hleðslutækis: 32 to 95°F (0 to 35°C)

Geymsla á hleðslutæki: Geymsla ferðahleðslutækis:-30 til 75°C (-22 til 167°F)

Notkun eða geymsla snjallsímans eða fylgihluta hans við annað en ráðlagt hitastig gæti valdið því að snjallsíminn ofhitni, sem getur leitt til alvarlegra meiðsla eða dauða eða valdið skemmdum á snjallsímanum, fylgihlutum hans eða litíumjónarafhlöðunni.

Haltu snjallsímanum eða fylgihlutum hans fjarri hitagjöfum, svo sem ofnum, hitablásurum fyrir lofthitun, eldavélum eða öðrum tækjum (þar á meðal mögnurum) sem mynda hita. Ef ekki fyrirhugað að nota snjallsímann í tvær vikur eða lengur skal slökkva á honum.

Hreinsun og viðgerð snjallsímans

Hreinsun: Ekki nota vökva, hreinsiúða eða leysiefni á eða nærri -snjallsímanum eða fylgihlutum snjallsímans, þ. á m. rafhlöðunni. Hreinsaðu eingöngu með þurrum og mjúkum klút. Aftengdu allar snúrur frá tölvunni og taktu hleðslutæki úr sambandi við rafmagninnstungu áður en snjallsíminn eða hleðslutækið er hreinsað.

Viðgerð: Ekki reyna að breyta, taka í sundur eða gera við snjallsímann eða hleðslutæki. Reyndu ekki að skipta um föstu rafhlöðuna. Aðeins viðurkenndir þjónustuaðilar skulu gera við eða skipta um rafhlöður snjallsímans eða hleðslutæki og ættu aðeins að nota rafhlöðu sem BlackBerry tilgreinir til notkunar með viðkomandi tegund snjallsímans.

Ef einhverjar af eftirfarandi aðstæðum koma upp skal taka rafmagnssnúrur úr sambandi við tölvuna eða rafmagn og fara með snjallsímann eða hleðslutækið í viðgerð til viðurkenndra þjónustuaðila:
 • Rafmagnssnúran, rafmagnsklóin eða tengið er skemmt.
 • Vökvi hefur hellst á eða eitthvað dottið á snjallsímann eða hleðslutækið.
 • Snjallsíminn eða hleðslutækið hefur komist í snertingu við regn eða vatn.
 • Snjallsíminn eða hleðslutækið verður mjög heitt við snertingu.
 • Snjallsíminn eða hleðslutækið hefur fallið eða skemmst á einhvern hátt.
 • Snjallsíminn eða hleðslutækið virkar ekki eðlilega þegar leiðbeiningum þessarar handbókar er fylgt.
 • Greinileg breyting verður á virkni snjallsímans eða hleðslutækisins.

Til að draga úr hættu á eldsvoða eða raflosti skal aðeins stilla þau stjórntæki sem fjallað er um í handbók snjallsímans. Röng stilling annarra þátta getur valdið skemmdum og það getur kostað mikla vinnu fyrir sérhæfðan tæknimann að laga snjallsímann, hleðslutækið eða aðra fylgihluti til að þeir virki eðlilega.

Ef ekki er farið eftir öllum öryggisleiðbeiningum í handbók snjallsímans ógildir það takmörkuðu ábyrgðina og getur leitt til þess að þjónustu notandans verði lokað eða hafnað eða málsóknar eða hvors tveggja.

Förgun snjallsíma og rafhlöðu

Mynd af bannaðri ruslafötu

Ekki farga -snjallsímanum eða rafhlöðunni með heimilissorpi eða í eldi.

Mynd af endurvinnslumerki

Snjallsíminn og rafhlaðan eru endurvinnanleg á sumum svæðum. Þessu tákni er ekki ætlað að gefa til kynna að notað sé endurunnið efni.

Hringja skal í 1-800-822-8837 til að fá upplýsingar um endurvinnslu rafhlaðna

í Bandaríkjunum og Kanada getur þú endurunnið snjallsímann og rafhlöðuna með Call2Recycle áætluninni. Til að fá frekari upplýsingar í Bandaríkjunum skaltu heimsækja www.call2recycle.org og í Kanada heimsækja www.call2recycle.ca.

Upplýsingar um hvernig snjallsímanum og fylgihlutum hans er skilað til BlackBerry til endurvinnslu og öruggrar förgunar hjá fást með því að fara á www.blackberry.com/recycling eða https://tradeup.blackberry.com í vafra í tölvu. Áætlanir fyrir endurvinnslu og skipti eru aðeins í boði á tilteknum svæðum.

Ef þessar áætlanir eru ekki í boði á þínu svæði skaltu athuga hjá yfirvöldum hvaða reglur gilda um förgun raftækja.

Fargaðu snjallsímanum og rafhlöðu hans í samræmi við lög og reglur sem gilda um förgun slíkra tækja á þínu svæði.

Samræmingarupplýsingar

Berskjöldun gagnvart útvarpsbylgjum

Fjarskiptabúnaður snjallsímans er lágaflsútvarpssendir og -móttakari. Hann er hannaður með tilliti til viðmiðunarreglna og takmarkana Federal Communications Commission (FCC), Industry Canada (IC), og ráðs Evrópusambandsins, sem og annarra viðeigandi alþjóðlegra viðmiðunarreglna varðandi öryggisstig áhrifa útvarpsbylgna fyrir þráðlaus tæki. Þessar viðmiðunarreglur voru þróaðar af óháðum vísindasérfræðingum, ríkisstjórnum, og stofnunum, meðal annars Institute of Electrical and Electronics Engineers Standard (IEEE), National Council on Radiation Protection and Measurements (NCRP) og International Commission on Non-Ionizing Radiation Protection (ICNIRP).

Til að viðhalda fylgni við FCC, IC, ESB og aðrar viðeigandi alþjóðlegar viðmiðunarreglur og takmarkanir fyrir áhrif útvarpsbylgna skal halda snjallsímanum að minnsta kosti 1,5 cm (0,59 to.) frá líkamanum. Þegar snjallsími er borinn á líkamanum ber að nota eingöngu hulstur með áfastri beltisklemmu sem kemur frá eða er samþykkt af BlackBerry. Ef þú berð snjallsímann á þér í hulstri sem ekki kemur frá BlackBerry skaltu gæta þess að hulstrið innihaldi ekki málma og halda snjallsímanum a.m.k. 1,5 cm (0,59 to.) frá líkamanum.

Til að draga úr áhrifum útvarpsbylgna: (i) notaðu snjallsímann á svæðum þar sem er sterk þráðlaus tenging; (ii) notaðu handfrjálsan búnað; og (iii) minnkaðu tímann sem fer í símtöl, eða sendu tölvupóst, textaskilaboð, eða BBM skilaboð í staðinn.

SAR-upplýsingar

ÞETTA ÞRÁÐLAUSA TÆKI UPPFYLLIR KRÖFUR STJÓRNVALDA UM ÚTSETNINGU FYRIR ÚTVARPSBYLGJUM ÞEGAR ÞAÐ ER NOTAÐ SAMKVÆMT FYRIRMÆLUM ÞESSA HLUTA.

Snjallsíminn er hannaður og framleiddur til að fara ekki fram úr viðmiðunarmörkum fyrir berskjöldun gegn útvarpsbylgjum sem sett voru af Fjarskiptanefnd (FCC) ríkisstjórnar Bandaríkjanna og sem ráð Evrópusambandsins mælir með við notkun samkvæmt fyrirmælum síðasta hluta. Þessi mörk eru hluti af yfirgripsmiklum viðmiðunarreglum og mæla fyrir um leyfilegt orkumagn vegna útvarpstíðni sem almenningur er berskjaldaður fyrir. Viðmiðunarreglurnar eru byggðar á stöðlum sem voru þróaðir af sjálfstæðum vísindastofnunum með reglulegu og vandlegu mati á vísindalegum rannsóknum. Í berskjöldunarstaðlinum fyrir þráðlausan búnað er notuð mælieining sem nefnist Specific Absorption Rate, eða SAR. SAR-mörkin sem FCC mælir fyrir um eru 1,6W/kg*. SAR-mörkin sem ráð Evrópusambandsins mælir með eru 2,0W/kg**. Prófanir á SAR-gildum eru gerðar með stöðluðum notkunarstaðsetningum sem eru sérstaklega tilgreindar af FCC þar sem tækið er látið senda á hæsta vottaða aflsstigi á öllum tíðnisviðum. Þó að SAR-gildi sé ákvarðað á hæsta vottaða aflsstigi getur raunverulegt SAR-stig tækisins í notkun verið vel undir hámarksgildi. Það er vegna þess að búnaðurinn er hannaður til að virka á mörgum aflsstigum svo að hann noti eingöngu það afl sem þarf til að tengjast fjarskiptanetinu. Almennt verður útafl búnaðarins lægra því nær sem þú ert loftneti frá þráðlausri fastastöð.

Hæsta SAR-gildi fyrir þennan snjallsíma þegar prófað var fyrir notkun hjá eyranu er:

Snjallsími

SAR (W/kg) fyrir 1 g (FCC/IC)

SAR (W/kg) fyrir 1 g (Indland)

SAR (W/kg) fyrir 10 g (R&TTE)

BlackBerry Passport SQW100-4 snjallsími (tegundarnúmer RHR191LW)

0,861

0,559

0,403

Hæsta SAR gildi fyrir þennan snjallsíma þegar prófað var í BlackBerry samþykktu hulstri með áfastri beltisklemmu eða í 1,5 cm (0,59 to.) fjarlægð frá líkamanum er:

Snjallsími

SAR (W/kg) fyrir 1 g (FCC/IC)

SAR (W/kg) fyrir 1 g (Indland)

SAR (W/kg) fyrir 10 g (R&TTE)

BlackBerry Passport SQW100-4 snjallsími (tegundarnúmer RHR191LW)

1,44

0,914

0,735

Þegar hann er notaður í stillingu fyrir heitan reit með farsíma er hæsta SAR-gildi fyrir þennan snjallsíma:

Snjallsími

SAR (W/kg) fyrir 1 g (FCC/IC)

BlackBerry Passport SQW100-4 snjallsími (tegundarnúmer RHR191LW)

1,44

Munur er á mælieiningum fyrir líkamsburð (ráðlögð fjarlægð) milli tegunda þráðlausra tækja, þar á meðal snjallsíma, og fer hann eftir tiltækum fylgihlutum og viðeigandi kröfum FCC, IC og ráðs Evrópusambandsins.

FCC hefur veitt þessum snjallsíma Búnaðarheimild byggða á tilkynntum SAR- stigum í samræmi við viðmið FCC um losun á útvarpsbylgjum þegar snjallsíminn er notaður samkvæmt leiðbeiningum þessa hluta. Upplýsingar um SAR-gildi þessa þráðlausa búnaðar eru á skrá hjá FCC og þær má finna undir hlutanum Display Grant á www.fcc.gov/oet/ea eftir að leitað er að FCC-auðkenni snjallsímans sem gefið er upp hér að neðan.

Snjallsími

FCC-auðkenni

BlackBerry Passport SQW100-4 snjallsími (tegundarnúmer RHR191LW)

L6ARHR190LW

Frekari upplýsingar um SAR er hægt á nálgast á www.ctia.org (CTIA - The Wireless Association), eða www.tele.soumu.go.jp/e/index.htm (Telecommunications Bureau of the Ministry of Internal Affairs and Communications).

___________________________________

* Í Bandaríkjunum og Kanada eru SAR-mörk fyrir farsímatæki sem almenningur notar 1,6 vött/kg (W/kg) að meðaltali á eitt gramm af vefjum líkamans eða höfuðsins (4,0 W/kg að meðaltali á 10 grömm af vefjum fyrir útlimi - hendur, úlnliði, ökkla og fætur).

** Í Evrópu eru SAR-mörk fyrir farsímatæki sem almenningur notar 2,0 vött/kg (W/kg) að meðaltali á 10 grömm af vefjum líkamans eða höfuðsins (4,0 W/kg að meðaltali á 10 grömm af vefjum fyrir útlimi - hendur, úlnliði, ökkla og fætur). Rannsóknir benda til þess að staðallinn feli í sér umtalsverð öryggismörk til að veita almenningi aukna vernd og gera ráð fyrir fráviki í mælingum.

FCC-yfirlýsing um samræmi (Bandaríkin)

15. hluti FFC-flokks B

Þessi snjallsími samræmist 15. hluta reglna Federal Communications Commission (FCC). Notkun er háð eftirfarandi tveimur skilyrðum: (1) þessi snjallsími má ekki valda skaðlegum truflunum og (2) snjallsíminn verður að taka við hverri þeirri truflun sem honum berst, þar á meðal truflun sem gæti valdið óæskilegri virkni.

VARÚÐ:
Breytingar eða lagfæringar á þessari einingu án sérstaks samþykkis þess aðila sem ber ábyrgð á samræmi gætu ógilt leyfi notandans til að nota búnaðinn.

Búnaður þessi hefur verið prófaður og hefur staðist takmarkanir fyrir stafræn tæki í B-flokki samkvæmt 15. hluta reglna FCC. Þær takmarkanir hafa verið hannaðar til að veita viðunandi vörn gegn skaðlegum truflunum við notkun í íbúabyggð. Þessi búnaður myndar, notar og getur geislað útvarpsbylgjum og ef hann er ekki settur upp og notaður í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda getur hann valdið skaðlegum truflunum á fjarskiptum.

Engu að síður er ekki tryggt að truflanir komi ekki fram með tiltekinni uppsetningu. Ef þessi búnaður veldur skaðlegum truflunum á fjarskiptum eða sjónvarpsmóttöku, sem hægt er að staðfesta með því að kveikja og slökkva á búnaðinum, er notandi hvattur til að reyna að laga truflunina með því að gera eitt eða fleira af eftirfarandi: snúa eða færa móttökuloftnet, auka bil á milli búnaðar og móttökutækis, tengja búnaðinn við úttak á annars konar hringrás en móttökutækið er tengt við eða leita ráðgjafar hjá endursöluaðila eða reyndum útvarps- eða sjónvarpsviðgerðaraðila.

Upplýsingar um kröfur FCC (Federal Communications Commission) um samhæfi heyrnartækja við þráðlaus tæki

Þegar þráðlaus tæki eru notið í námunda við heyrnartæki geta notendur orðið varir við suð eða ískur. Sum heyrnartæki eru viðkvæmari en önnur fyrir slíkum truflunum og mismunandi er hversu miklar truflanir koma frá þráðlausum tækjum.

Fyrirtæki sem framleiða þráðlausa síma hafa þróað flokkunarkerfi sem auðveldar notendum heyrnartækja að velja sér þráðlaus tæki við hæfi. Ekki öll þráðlaus tæki hafa verið flokkuð. Á umbúðum þráðlauss búnaðar sem hefur verið flokkaður er að finna flokkunartákn ásamt öðrum vottunarmerkjum.

Flokkarnir veita enga tryggingu. Virkni fer eftir gerð heyrnartækja og heyrnartapi viðkomandi. Sé heyrnartækið viðkvæmt fyrir truflunum er óvíst hvort hægt sé að nota flokkað þráðlaust tæki með góðu móti.

Mælt er með því að ráðfæra sig við heyrnarsérfræðing og prófa þráðlausa tækið með heyrnartækinu til að finna út hvað hentar hverjum og einum.

Þessi snjallsími hefur verið samþykktur og flokkaður til notkunar með heyrnartækjum fyrir hluta þeirrar þráðlausu tækni sem snjallsíminn notar. Engu að síður gæti önnur þráðlaus tækni sem ekki hefur verið prófuð til notkunar með heyrnartækjum verið notuð í þessum snjallsíma. Það er mikilvægt að þú prófir mismunandi eiginleika snjallsímans vandlega og á mismunandi stöðum til að kanna hvort þú heyrir truflanir þegar þú notar snjallsímann ásamt heyrnartæki eða kuðungsígræðslu. Hafðu samband við þjónustuaðila þráðlausa netkerfisins til að fá upplýsingar um skila- og skiptirétt og samhæfi heyrnartækja.

Um flokkunina

M-flokkanir: Þráðlaus tæki sem hafa flokkunina M3 eða M4 standast kröfur FCC og eru líkleg til að valda minni truflunum en þráðlaus tæki sem ekki hafa merkta flokkun. M4 er betri eða hærri flokkun.

T-flokkanir: Þráðlaus tæki sem hafa flokkunina T3 eða T4 standast kröfur FCC og eru líklegri til að nýtast með talspólu heyrnartækisins en þráðlaus tæki sem ekki hafa merkta flokkun. T4 er betri eða hærri flokkun. (Athugaðu að ekki eru öll heyrnartæki með talspólu.)

Einnig getur verið að heyrnartæki séu mæld með tilliti til slíkra truflana. Söluaðilar heyrnartækja eða heyrnarsérfræðingar geta veitt aðstoð við að finna rétta lausn fyrir hvert heyrnartæki. Því viðkvæmara sem heyrnartækið þitt er, því líklegra er að þú finnir fyrir truflunum frá þráðlausum búnaði.

Frekari upplýsingar um ráðstafanir sem FCC hefur gert varðandi samhæfi heyrnartækja við þráðlaus tæki og önnur skref sem stofnunin hefur tekið til að tryggja fötluðum einstaklingum aðgang að fjarskiptaþjónustu er að finna á www.fcc.gov/cgb/dro.

Vottun Industry Canada

Þessi snjallsími samræmist RSS stöðlum Industry Canada sem eru undanþegnir leyfum. Notkun er háð eftirfarandi skilyrðum: (1) Snjallsíminn má ekki valda truflunum og (2) snjallsíminn verður að taka við hvaða truflun sem er, þar á meðal truflun sem gæti valdið óæskilegri virkni snjallsímans.

BlackBerry Passport SQW100-4 snjallsími (tegundarnúmer RHR191LW) er í samræmi við Industry Canada RSS 102, RSS 130, RSS 132, RSS 133, RSS 139, RSS 199, RSS-GEN og RSS 210 undir vottunarnúmerinu 2503A-RHR190LW.

Snjallsími til notkunar á tíðnisviðinu 5150-5250 MHz er aðeins ætlaður fyrir notkun innanhúss til að minnka líkur á skaðlegum truflunum á farstöðvakerfi um gervihnött á sömu rás.

Hámarksdrægi loftnets sem leyft er fyrir snjallsíma á tíðnisviðunum 5250-5350 MHz og 5470-5725 MHz skal vera innan EIRP-markanna.

Leyfilegt hámarksdrægi loftnets fyrir snjallsíma á tíðnisviðinu 5725-5825 MHz skal vera innan EIRP-markanna sem tilgreind eru fyrir notkun með föstu sambandi (e. point-to-point) og ekki föstu sambandi (e. non point-to-point) milli tveggja staða.

Hafa skal í huga að aflmiklar ratsjár eru aðalnotendur (þ.e. forgangsnotendur) tíðnisviðanna 5250-5350 MHz og 5650-5850 MHz og að þessar ratsjár gætu valdið truflunum og/eða skemmdum á LE-LAN-snjallsímum.

Samræmi við flokk B

Þessi snjallsími er í samræmi við B-flokks takmarkanir á útvarpsbylgjum í lofti eins og mælt er fyrir um í ICES-003 staðli Industry Canada um tæki sem valda truflunum, „Information Technology Equipment (ITE) – Limits and methods of measurement“, .

Samræmi við reglur ESB

BlackBerry lýsir því hér með yfir að þessi snjallsími er í samræmi við lágmarkskröfur og önnur viðeigandi ákvæði tilskipunar 1999/5/EB um fjarskiptabúnað og endabúnað til fjarskipta.

BlackBerry Passport SQW100-4 snallsími (tegundarnúmer RHR191LW): CE-merki 0168

Hægt er að skoða samræmisyfirlýsinguna sem gerð var samkvæmt tilskipun 1999/5/EB (HG nr.88/2003) á eftirfarandi staðsetningu: www.blackberry.com/go/declarationofconformity.

Ef þú ert með snjallsíma með virku Wi-Fi geturðu notað hann á Wi-Fi-kerfum í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Nota má þennan búnað í Tyrklandi.

Í Stjórnartíðindum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ákvörðun frá 12. febrúar 2007, er kveðið á um að tíðnisviðið 5,150 til 5,350 GHz í þráðlausum aðgangskerfum (e. wireless access systems, WAS), þ. á m. þráðlausum staðarnetum (e. Radio Local Area Networks, RLAN), skuli takmarkast við notkun innanhúss. Þar sem netið er stofnað innan léns þráðlausa aðgangsstaðarins og aðgangsstaðurinn er stýritækið stofnar snjallsíminn aldrei net eða tengist neti með sértækri tengingu innan tíðnisviðsins 5,150 til 5,350 GHz.

Samræmi við aðrar reglur

Upplýsingar um samræmi við staðla og eftirlitsstofnanir fyrir snjallsíma fást frá BlackBerry.

Leysiskynjaraeiningin sem er notuð í þessum snjallsíma er í samræmi við eftirfarandi International Electrotechnical Commission (IEC) staðla: IEC/EN 60825-1 2007-03 ED 2.0.

Til að skoða FCC-auðkenni, IC-vottunarnúmer, gerð og fylgniupplýsingar fyrir snjallsímann þinn skaltu strjúka niður frá efsta hluta heimaskjámyndar. Bankaðu á Settings(stillingar) > About (upplýsingar) og veldu Regulatory Approvals (stjórnunarsamþykktir) úr fellilistanum.

Vöruupplýsingar: BlackBerry Passport SQW100-4 snjallsími

Vélrænir eiginleikar:

Þyngd: u.þ.b. 203 g (7,16 únsur) að meðtalinni litíumjónarafhlöðu

Stærð (L x B x H): 131,4 x 90,5 x 9,3 mm, með 9,8 mm við myndavélina

3 GB minni, 32 GB forritageymsla, microSD kortarauf

Eftirfarandi eiginleikar leysiskynjaraeiningar kunna að eiga við um snjallsímann þinn:

Leysitæki í 1. flokki

Hámarksmeðaltalsafl geisla: 0,18 mW

Orkulýsing:

Föst endurhlaðanleg litíumjónarafhlaða

Styður 3V, 1,8V nano SIM-kort

Samhæfi tengis fyrir gagnasamstillingu og hleðslu: micro USB 2.0

Lýsing á fjarskiptaneti:

LTE stuðningur við tíðnisvið: LTE 700, LTE 800, LTE 850, LTE 900, LTE 1700, LTE 1800, LTE 1900, LTE 2100, LTE 2600 MHz tíðni

Stuðningur við HSPA+ tíðnisvið: UMTS 800/UMTS 850, UMTS 900, AWS 1700, PCS 1900, IMT 2100 MHz tíðni

GSM stuðningur við tíðnisvið: GSM 850, GSM 900, DCS 1800, PCS 1900 MHz tíðni

Aflflokkur: Flokkur 1 (DCS 1800, PCS 1900), Flokkur 3 (UMTS, LTE), flokkur 4 (GSM 850) samkvæmt skilgreiningu í GSM 5,05, Flokkur 4 (GSM 900) samkvæmt skilgreiningu í GSM 02,06, Flokkur E2 (GSM 850, GSM 900, DCS 1800, PCS 1900)

Senditíðni: 704 til 716 MHz, 777 til 787 MHz, 824 til 849 MHz, 832 til 862 MHz, 880 til 915 MHz, 880 til 950 MHz, 1710 til 1755 MHz, 1710 til 1785 MHz, 1850 til 1910 MHz, 1920 til 1980 MHz, 2500 til 2570 MHz

Móttökutíðni: 734 til 746 MHz, 746 til 756 MHz, 791 til 821 MHz, 869 til 894 MHz, 925 til 960 MHz, 1805 til 1880 MHz, 1930 til 1990 MHz, 2110 til 2155 MHz, 2110 til 2170 MHz, 2620 til 2690 MHz

Lýsing á Wi-Fi-fjarskiptaneti:

Staðall þráðlauss staðarnets: IEEE 802.11a, IEEE 802.11ac, IEEE 802.11b, IEEE 802.11g, IEEE 802.11k, IEEE 802.11n, IEEE 802.11r

Sendi- og móttökutíðni fyrir IEEE 802.11b/IEEE 802.11g/IEEE 802.11k/IEEE 802.11n/IEEE 802.11r: 2,412 to 2,472 GHz

Sendi- og móttökutíðni fyrir IEEE 802.11a/IEEE 802.11ac/IEEE 802.11k/IEEE 802.11n/IEEE 802.11r: 5,180 til 5,825 GHz

Lýsing á Bluetooth-fjarskiptaneti:

Stuðningur við eitt tíðnisvið: ISM 2,4 GHz tíðni

Sendi- og móttökutíðni: 2402 til 2480 MHz

Bluetooth-flokkur 1

Ef snjallsíminn þinn styður NFC-tækni á eftirfarandi tæknilýsing við um hann:

Notkunartíðni: 13,56 MHz

Stillingar í boði: reader/writer (lesari/skrifari), card emulation (kortaherming), peer-to-peer (jafningjanet)

Lagalegur fyrirvari

©2015 BlackBerry. Allur réttur áskilinn. BlackBerry® og tengd vörumerki, heiti og myndmerki eru eign BlackBerry Limited og eru skráð og/eða í notkun í Bandaríkjunum og öðrum löndum víðsvegar um heim. Bluetooth er vörumerki Bluetooth SIG. Call2Recycle er vörumerki Call2Recycle, Inc. CTIA - The Wireless Association er vörumerki CTIA - The Wireless Association. GSM er vörumerki GSM MOU Association. IEEE Std 1725, IEEE 802.11a, 802.11b, 802.11g, IEEE 802.11ac, 802.11k, 802.11r, 802.11n og eru vörumerki Institute of Electrical and Electronics Engineers, Inc. LTE og UMTS eru vörumerki European Telecommunications Standards Institute. Wi-Fi er vörumerki Wi-Fi Alliance. Öll önnur vörumerki eru í eigu viðkomandi aðila. Þessi gögn, þar á meðal öll þau gögn sem hér eru meðtalin með tilvísun, svo sem gögn sem veitt eru eða gerð eru aðgengileg á vefsvæði BlackBerry eru veitt „eins og þau koma fyrir“ og án skilyrða, meðmæla, tryggingar, fullyrðingar eða ábyrgðar, eða hverskonar skaðabótaskyldu BlackBerry Limited eða tengdra fyrirtækja, sem öll setja skýra fyrirvara að því marki sem gildandi lög í þínu lögsagnarumdæmi leyfa.

Notkunarskilmálar hverrar vöru eða þjónustu BlackBerry eru settir fram í sérstöku leyfi eða öðrum samningi þess efnis við BlackBerry. ENGU Í ÞESSU SKJALI ER ÆTLAÐ AÐ LEYSA AF HÓLMI SÉRSTAKA SKRIFLEGA SAMNINGA EÐA ÁBYRGÐIR SEM BLACKBERRY VEITIR FYRIR AÐRA HLUTA AF VÖRU EÐA ÞJÓNUSTU EN ÞETTA SKJAL.


BlackBerry Limited
2200 University Avenue East
Waterloo, Ontario
Canada N2K 0A7

BlackBerry UK Limited
200 Bath Road
Slough, Berkshire SL1 3XE
Bretlandi

Gefið út í Kanada